Varar við úrkomu og vatnavöxtum

Kort: Veðurstofa Íslands

Veðurstofan varar við mikilli úrkomu og vatnavöxtum af þeim sökum á morgun og fram á aðfararnótt mánudags. Svæðið sem viðvörunin nær til nær frá Vesturlandi til Suðausturlands.

Búast megi við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm. Varað er við vexti í ám á Snæfellsnesi, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Vöð yfir ár á þessum svæðum geta orðið varhugaverð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert