Vonskuveður á sunnudag og mánudag

Slydda, rigning, stormur og eða rok - þetta er meðal …
Slydda, rigning, stormur og eða rok - þetta er meðal þess sem bíður okkar á sunnudag. mbl.is/Rax

Búast má við snörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum í dag. Spáð er vonskuveðri á landinu síðdegis á sunnudag og fram á mánudag, segir í viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Suðaustan 8-15 m/s, en 15-23 vestast, hvassast á N-verðu Snæfellsnesi. Þurrt NA-til, annars súld eða dálítil rigning. Hiti 3 til 10 stig. Allhvöss SA-átt og rigning á morgun, einkum SA-lands. Snýst í mun hægari vestanátt með dálitlum éljum V-til á landinu og kólnar í veðri.

Á laugardag:
Suðaustan 13-18 m/s A-til fram eftir degi, annars mun hægari vestanátt. Rigning, einkum á S-verðu landinu, en dálítil él V-til síðdegis. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast A-lands.

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis. Slydda eða rigning, fyrst SV-lands. Suðvestan stormur eða rok S-til um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost á N-verðu landinu fram eftir degi.

Á mánudag:
Hvöss suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 5 stig. Slydda eða rigning S- og V-lands um kvöldið og hlánar þar.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg átt og úrkomusamt, einkum S- og V-lands. Hiti kringum frostmark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert