Dýralækningar að verða kvennafag

Charlotta Oddsdóttir og Guðbjörg Þorvarðardóttir.
Charlotta Oddsdóttir og Guðbjörg Þorvarðardóttir. Ómar Óskarsson

Konum hefur fjölgað hratt í stétt dýralækna, ekki síst síðasta áratuginn. Þær eru nú í meirihluta, af 131 félagsmanni í Dýralæknafélagi Íslands (DÍ) í dag eru 87 konur, það eru 66%. Fyrir aðeins fjórtán árum voru þær 33%

Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður DÍ, og Charlotta Oddsdóttir, stjórnarmaður, segja þetta ekkert einsdæmi, þessi þróun sé alþjóðleg og eigi raunar við um mun fleiri stéttir en dýralækna. Erfitt sé að komast inn í námið og stúlkur séu gjarnan með hærri einkunnir en piltar á stúdentsprófi. Þegar Charlotta hóf nám í dýralækningum í Danmörku fyrir sautján árum voru aðeins 20 af 120 nemendum piltar.

Sumir tengja dýralækningar við líkamlegan styrk og auðvitað getur hann komið sér vel, einkum þegar sinna þarf stærri skepnum. Sá þáttur starfsins liggur þó ekkert endilega betur fyrir körlum en konum. „Starf dýralæknisins snýst miklu frekar um lagni en styrk,“ upplýsir Guðbjörg.

Nánar er fjallað um störf dýralækna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert