Mætir með Helenustokkinn

Helena Eyjólfsdóttir með Helenustokkinn.
Helena Eyjólfsdóttir með Helenustokkinn. mbl.is/Óskar Þór Halldórsson

„Stuðmenn eru afbragðsgóð hljómsveit og ég hlakka til kvöldsins. En því að kveðja Sjallann fylgir samt tregi, svo margar skemmtilegar stundir hef ég átt þar,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona.

Í kvöld skemmta Stuðmenn í Sjallanum á Akureyri sem væri ekki í frásögur færandi, nema að þetta verður einn síðasti dansleikurinn í húsinu. Strax eftir áramót verður hafist handa um að breyta því í hótel.

Í danshúsi Akureyringa eru Stuðmenn á heimavelli, en enginn þó meir en Helena, sem söng þar með húshljómsveit Ingimars Eydals og seinna Finns Eydals, eiginmanns síns. „Minningarnar úr Sjallanum eru flestar ljúfar,“ segir Helena sem reiknar með taka lagið Strax í dag með Stuðmönnum. Einnig lagið María Ísabel, sem hún gerði frægt með hljómsveit Ingimars Eydals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert