Tæp 80% styðja kröfur lækna

Læknar að störfum.
Læknar að störfum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikill meirihluti landsmanna styður kjarabaráttu lækna ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Capacents eða tæp 80%. Konur styðja lækna frekar an karlar eða 85% á móti 71%. Þá styðja 72% landsbyggðarfólks kjarabaráttu þeirra en 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá könnuninni í fréttum Ríkisútvarpsins.

Ef miðað er við stuðning út frá afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar segjast 65% þeirra sem styðja stjórnina sömuleiðis styðja kröfur lækna en 87% þeirra sem styðja stjórnina ekki.

Mestur stuðningur út frá stjórnmálaflokkum er meðal kjósenda Bjartrar framtíðar eða 95%. Þá styðja 87% stuðningsmanna Pírata kjarabaráttu lækna, 65% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 59% þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 13. - 20. nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert