Óveðrið hefur leikið jólatréð á Austurvelli grátt. Ljósmyndari mbl.is tók meðfylgjandi mynd þar sem greinilega vantar ofan á tréð. Stjarnan sem mun hafa verið á toppi trésins sést hangandi utan í því.
Jólatréð var sett upp fyrir helgi af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og stóð til að tendra ljósin við hátíðlega athöfn í dag. Því var hins vegar frestað um viku vegna veðursins. Tréð var sem fyrr gjöf frá Ósló höfuðborg Noregs. Borgarstjórn Ósló hafði í hyggju að hætta að senda Reykvíkingum jólatré en skipti hins vegar um skoðun vegna ónægju hér á landi með þá ákvörðun.