Rúmlega 36% landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Capacent og fengju stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samtals 25 þingmenn ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Capacent mældi fylgi við stjórnmálaflokka allan nóvembermánuð. Fram kemur, að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú meira en í síðustu mælingu eða tæp 27%. Fylgi Framsóknarflokksins breytist aftur á móti nánast ekkert flokkurinn mælist með um 11%.
Þá kemur fram, að fylgi Samfylkingarinnar sé nær óbreytt, eða 20%, fylgi við Bjarta framtíð mælist ríflega 13%. Þá mælist fylgi Vinstri grænna ríflega 14% en fylgi Pírata mælist aðeins minna.
Stuðningur við önnur framboð mælist nú samtals 5,9%.