Föndurdagatal Hurðaskellis og Skjóðu

Skjóða og Hurðaskellir ætla að föndra með krökkunum á hverjum …
Skjóða og Hurðaskellir ætla að föndra með krökkunum á hverjum degi fram til jóla. mbl.is/skjáskot

Fönd­ur á dag kem­ur skap­inu í lag, ef marka má jóla­da­ga­tal jóla­svein­ar.is, sem hafa fengið systkin­in Hurðaskelli og Skjóðu til liðs við sig til að föndra með börn­un­um al­veg fram á aðfanga­dag. Að jóla­svein­ar.is standa fé­lag­ar úr Leikópn­um Lottu, sem hef­ur slegið í gegn með sum­arsýn­ing­um síðastliðin ár.

„Jóla­svein­ar.is eru bún­ir að vera með jóla­sveinaþjón­ustu í sjö ár, frá 2007, og við höf­um stækkað frá ári til árs,“ seg­ir Andrea Ösp Karls­dótt­ir, ein aðstand­enda daga­tals­ins. Í fyrra fékk jóla­sveinaþjón­ust­an liðstyrk í formi Skjóðu og Lang­leggj­ar bróður henn­ar, sem fóru milli jóla­balla, skóla og fyr­ir­tækja með leik­rit, söng og dans í kring­um jóla­tréð, og í kjöl­farið kviknaði sú hug­mynd að gera jóla­da­ga­tal.

Það var fé­lög­un­um, sem telja auk Andr­eu Önnu Berg­ljótu Thor­ar­en­sen og Sig­stein Sig­ur­bergs­son, einnig hvati að Leik­hópn­um Lottu ber­ast ár­lega fjöld árskor­ana um að gefa leik­rit leik­hóps­ins og fleira efni út á víd­eó.

„Við fáum á hverju ári al­veg svaka­lega mikið af tölvu­pósti þar sem fólk er að biðja okk­ur að gefa leik­rit­in út á dvd. Það er hug­mynd í vinnslu, en við vilj­um ekki taka upp leik­húsið held­ur vilj­um við gera bíó­mynd­ina Hrói hött­ur,“ seg­ir Andrea, en það var ein­mitt leik­verk sum­ars­ins 2014. „En okk­ur datt þá bara í hug að gera þetta sjálf og búa til daga­tal með Skjóðu og bróður henn­ar Hurðaskelli.“

Daga­talið er nokk­urs kon­ar hand­verks­da­ga­tal.

„Þetta eru fönd­urþætt­ir og þau eru alltaf að föndra eitt­hvað nýtt og skemmti­legt í hverj­um þætti. Og þetta geng­ur svo­lítið út á að reyna að gera þetta ódýrt og skemmti­legt; öðru­vísi jóla­fönd­ur með fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Andrea, en eitt af mark­miðunum sé að föndrið sé per­sónu­legt.

Meðal þess sem Hurðaskell­ir og Skjóða (sem Hurðaskell­ir kall­ar stund­um Leiðinda­skjóðu!) koma til með að spreyta sig á á eru músa­stig­ar, snjó­kúl­ur, ávaxtajóla­tré og græn­meti­sjó­la­sveinn!

Andrea seg­ir hug­mynd­ir og hand­rit fyr­ir daga­tal næsta árs þegar liggja fyr­ir en það verður með öðru sniði. Aðspurð seg­ist hún ekki myndu slá hendi við tæki­færi til að sýna daga­talið í sjón­varpi. „Við ákváðum bara að gera þetta fyr­ir okk­ur en jú við höf­um að sjálf­sögðu áhuga á því ef út í það fer.“

YouTu­be-rás jóla­da­ga­tals­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert