Tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum í dag.
Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum í dag. mbl.is/Kristinn

Á Kjarvalsstöðum í dag voru kynntar þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar en tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki og er verðlaunaupphæðin fyrir þær þrjár bækur sem hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin ein milljón króna hver.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Ármann Jakobsson Síðasti galdrameistarinn

Bryndís Björgvinsdóttir Hafnfirðingabrandarinn

Eva Þengilsdóttir Nála - riddarasaga

Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Fuglaþrugl og naflakrafl

Þórarinn Leifsson Maðurinn sem hataði börn

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta: 

Guðbergur Bergsson Þrír sneru aftur

Gyrðir Elíasson Koparakur

Kristín Eiríksdóttir Kok

Ófeigur Sigurðsson Öræfi

Þórdís Gísladóttir Velúr 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Björg Guðrún Gísladóttir Hljóðin í nóttinni

Eggert Þór Bernharðsson Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970

Pétur H. Ármannsson ritst. Gunnlaugur Halldórsson - Arkitekt

Snorri Baldursson Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar

Sveinn Yngvi Egilsson Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda

Verðlauna fyrir þýðingar

Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Bandalag þýðenda og túlka hefur staðið fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum frá árinu 2005 og veitir forseti Íslands þau á degi bókarinnar, 23. apríl ár hvert, á Gljúfrasteini.

Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu Íslensku þýðingaverðlaunanna. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.

Eftirfarandi þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014:

Þýðandi: Gyrðir Elíasson Listin að vera einn - Shuntaro Tanikawa

Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir Út í vitann – Virginia Woolf

Þýðandi: Hermann Stefánsson Uppfinning Morles – Adolfo Bioy Casares

Þýðandi: Jón St. Kristjánsson Náðarstund – Hannah Kent

Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir Lífið að leysa – Alice Munro

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert