„Vegna skorts á dýpri skilningi á meðalstórum jarðskjálftum í Bárðarbungu tel ég varhugavert að lýsa því yfir, líkt og gert hefur verið, að það séu einna minnstar líkur á þeim möguleika að það verði eldgos í Bárðarbungu,“ segir Ingi Þorleifur Bjarnason jarðeðlisfræðingur.
Hinir möguleikarnir eru að eldgos í Holuhrauni haldi áfram eða að það byrji að gjósa í sprungu undir jökli.
„Ég hef komið þeirri skoðun á framfæri við almannavarnir að það eigi að leggja mikla áherslu á viðbrögð vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu, vegna þess að sá möguleiki gæti valdið mestum skaða,“ segir Ingi Þorleifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.