Vaxandi hríðarveður eftir hádegi

Hríðarveður.
Hríðarveður. mbl.is/Þorkell

Með kuldaskilum úr vestri hvessir, einkum um landið vestanvert og verða víða 18-23 m/s til fjalla um tíma síðdegis. Reiknað er með vaxandi hríðarveðri eftir hádegi á flestum fjallvegum frá Lyngdalsheiði og Hellisheiði í suðri allt norður á Öxnadalsheiði, en þar fer veður versnandi síðdegis. Þetta kemur fram í ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Á Suðurlandi eru víða hálkublettir, þó er Reykjanesið nánast greiðfært.

Á Holtavörðuheiðinni og Bröttubrekku er snjóþekja og snjókoma en hálka er í Svínadal og Kolási.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en í Djúpinu er hálka og hálkublettir. Hálka, hálkublettir og snjókoma eru víða eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á Dynjandisheiði og þæfingsfærð í Trostansfirði.

Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir á stöku fjallvegum en annars greiðfært. Hálka og hálkublettir eru á Suðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert