Fyrirhuguð lækkun á hámarksniðurfellingu vörugjalda á bílaleigubíla úr einni milljón króna í hálfa milljón á hvern bíl mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur bílaleiga, að mati tveggja hagsmunaðila í greininni sem Morgunblaðið ræddi við.
Vörugjöld á bifreiðar fara nú eftir koldíoxíðslosun á hvern ekinn kílómetra, eins og sýnt er hér til hliðar.
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, áætlar að fyrirhuguð breyting muni kosta bílaleigur 370-400 milljónir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.