Jólatrén stærri og skreytum fyrr

„Það er mjög stór hópur af fólki farinn að skreyta strax uppúr tíunda, tólfta desember. Það er alveg greinileg breyting á Íslandi,“ segir Kristinn Einarsson eða Kiddi í Blómaval sem hefur selt jólatré í rúma þrjá áratugi. Þá fari trén hækkandi bæði vegna lækkandi verðs og stækkandi húsa.

Með réttri umhirðu segir Kristinn vel hægt að setja trén upp í kringum 10. desember og fá þau til að halda litnum og barrinu fram yfir hátíðarnar. Gott sé að saga aðeins neðan af fætinum og passa að tréð fái nóg að drekka. 

Kristín Gísladóttir, verslunarstjóri Garðheima, tekur undir þetta og bætir við að mikil aukning sé í að fólk kaupi litlar furur sem sé vinsælt að hafa fyrir utan hús. Almennt segir hún mikla aukningu í sölu á furu og segir hana vera áberandi í blöðum um heimili og húsbúnað. Furan sé líka íslensk sem sé það sem fólk vilji helst kaupa.

mbl.is hitti Kristinn í Blómaval sem er hafsjór af fróðleik þegar kemur að jólatrjám.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert