Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, undrast þá hörku sem innheimtufyrirtæki og bankar beita fyrir sig. Hann þekki dæmi um fólk af erlendu bergi brotnu sem skilur málið ekki almennilega og missti húsið sitt á uppboð vegna 50 þúsund króna skuldar.
Ásmundur tók málið upp á Alþingi í dag og sagði að krafan hefði aðeins verið komin upp í 300 þúsund krónur og engin önnur vanskil voru hjá fólkinu. Meira að segja bankinn vildi ekki lána fólkinu upphæðina þrátt fyrir bæjarstjóri þess sveitarfélags sem fólkið býr í og Ásmundur sjálfur vildu ábyrgjast lánið.
Hann sagðist ekki skilja hvernig hægt sé að ganga svona hart að fólki.