Ólöf: Ákvörðunin lá fyrir í gær

Ólöf Nordal, nýskipaður innanríkisráðherra, segist ekki líta svo á að það sem á undan sé gengið hafi áhrif á stöðu hennar sem innanríkiráðherra. Ákvörðunina, sem lá endanlega fyrir í gærkvöldi, hafi hún tekið að vandlega hugsuðu máli í samráði við vini og fjölskyldu.

Skipun Ólafar var staðfest á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrr í dag, Ólöf dró sig út úr stjórnmálum fyrir síðustu kosningar en hún segir ráðherrasetu sína ekki hafa áhrif á þá ákvörðun.

mbl.is ræddi við Ólöfu skömmu eftir ríkisráðsfundinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka