Stór steinn féll á veginn

Hér má sjá hvernig steinninn hefur farið yfir veginn eftir …
Hér má sjá hvernig steinninn hefur farið yfir veginn eftir að hafa fyrst lent innan við veginn, fyrir neðan brekkuna. Mynd/Ómar Bjarki Smárason

Gríðarstór steinn féll niður Kambaskriður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur um klukkan 11 í morgun. Steinninn lenti fyrst innan við veginn, áður en hann fór út á veginn þar sem hann staðnæmdist við vegriðið, hinum megin við veginn. 

Um klukkan 15 voru menn frá Vegagerðinni mættir til að hreinsa veginn, og var grafa á leið frá Dal-Björgu á Breiðdalsvík til þess að fjarlægja steininn. Er talið að steinninn geti verið um 20 tonn. 

Talsverðar skemmdir eru á veginum eftir steininn, og mikið mildi er ekkert hafi orðið á vegi hans er hann kom niður brekkuna. 

Mikið mildi er að ekkert hafi oðið á vegi steinsins.
Mikið mildi er að ekkert hafi oðið á vegi steinsins. Mynd/Ómar Bjarki Smárason
Talsverðar skemmdir eru á veginum eftir steininn.
Talsverðar skemmdir eru á veginum eftir steininn. Mynd/Ómar Bjarki Smárason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert