Umhverfisáhrif verði óveruleg

Sólarkísilverksmiðja Silicor Materials mun rísa á svæðinu á Grundartanga sem …
Sólarkísilverksmiðja Silicor Materials mun rísa á svæðinu á Grundartanga sem gulu línurnar ramma inn. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Umhverfisráðgjafarfyrirtækið Environence, sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun, tekur undir með mati Skipulagsstofnunar um að umhverfisáhrif af sólarkísilverksmiðju, sem bandaríska fyrirtækið Silicon Materials hyggst reisa í Hvalfjarðarsveit, verði óveruleg.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskaði eftir því við Envronice að fyrirtækið myndi leggja óháð mat á fyrirliggjandi gögn um áformin. Einkum með það í huga hvort starfseminni fylgi umhverfisleg áhætta umfram það sem fram kemur í fyrirspurn Silicor Materials til Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar.

Fram kemur í matinu að áhrif fyrirhugaðrar starfsemi á loftgæði og gæði yfirborðsvatns verði óveruleg, þar sem fyrst og fremst verði unnið að því að fullhreinsa hráefni sem er mjög hreint þegar það er tekið til vinnslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka