Ný verðtryggð lán með veð í íbúð að frádregnum uppgreiðslum voru nær tvöfalt hærri í október en í sama mánuði í fyrra. Ný óverðtryggð íbúðalán drógust hins vegar saman um milljarð á tímabilinu. Tölurnar koma frá Seðlabankanum og eiga við íbúðalán banka og sparisjóða.
Alls voru veitt ný óverðtryggð íbúðalán með veð í íbúð að frádregnum uppgreiðslum fyrir 1.445 milljónir í október, borið saman við 2.496 milljónir í október í fyrra. Það er 42% samdráttur. Verðtryggðu lánin jukust hins vegar úr 1.698 í 3.153 milljónir milli ára, eða um 86%.
Lítil verðbólga á þátt í vinsældum verðtryggðra íbúðalána, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.