Mikið hraunflæði og jarðskjálftar

Verði þróun eldgossins í Holuhrauni með sama hætti og verið hefur munu bæði sig Bárðarbungu og eldgosið halda áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði.

„Þróunin gæti orðið með öðrum hætti og sviðsmyndir um eldgos undir jökli og í Bárðarbungu eru enn mögulegar,“ að mati vísindamannaráðs almannavarna. Þetta kom fram í skýrslu eftir fund ráðsins í fyrradag. Vísindamannaráðið kemur aftur saman til fundar í dag.

Á fundinum var farið yfir gögn um þróun atburðanna í Bárðarbungu og eldgossins frá upphafi umbrotanna. Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu er ein sú mesta sem mælst hefur í eldfjalli í heiminum. Heldur hefur dregið úr sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. „Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa á Íslandi í yfir hundrað ár,“ segir í skýrslunni, sem um er fjallað nánar í fréttaskýringu í  Morgunblaðinu í dag.

Þriðja stærsta hraun á jörðu frá Skaftáreldum

Nokkrum dögum eftir að umbrotin byrjuðu fór botn öskju Bárðarbungu að síga um allt að 80 sentimetra á dag. Síðan hefur hægt á siginu jafnt og þétt og nú er það um 25 sentimetrar á dag.

Nýja hraunið er stærsta hraun sem runnið hefur hér frá Skaftáreldum (1783-1784) og sennilega þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni síðan í Skaftáreldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka