Bólusetning gegn flensu mikilvæg

Bóluefni gegn inflúensu er ekki 100% öruggt en það getur …
Bóluefni gegn inflúensu er ekki 100% öruggt en það getur orðið til þess að þeir sem fá flensu hljóti vægari einkenni. AFP

Sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna (CDC) seg­ir ým­is­legt benda til þess að flensu­tíma­bilið gæti orðið óvenju skætt vest­an­hafs í ár og eru all­ir lands­menn hvatt­ir til að láta bólu­setja sig, en vísað er til þess að flensu­veir­an hafi verið að breyt­ast. Land­læknisembættið hvet­ur sömu­leiðis alla á Íslandi til að mæta í bólu­setn­ingu.

Að sögn CDC er A H3N2 al­geng­asta flensu­af­brigðið sem hef­ur greinst í Banda­ríkj­un­um. Tom Frieden, for­stjóri CDC, tek­ur fram að enn sé of snemmt að full­yrða með vissu að flensu­tíma­bilið verði sér­stak­lega skætt, en hann bætti við að Banda­ríkja­menn ættu að vera við öllu bún­ir. 

„Við get­um bjargað lífi fólks með aðferðum sem má skipta í þrennt í bar­átt­unni við flens­una: með bólu­setn­ingu, með því að þeir sem eru í áhættu­hópi leiti til lækn­is sem fyrst og í þriðja lagi með for­vörn­um, s.s. að halda sig heima þegar þú ert veik­ur, og koma þannig í veg fyr­ir út­breiðslu flens­unn­ar.“

Eng­ar viðvar­an­ir frá WHO eða ECDC

Guðrún Sig­munds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir hjá sótt­vörn­um Land­læknisembætt­is­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is, að svo virðist sem nokkr­ir flensu­stofn­ar hafi verið að breyt­ast, þ.e. flökt hafi orðið á erfðaefn­inu, og farið vax­andi eft­ir að bólu­efni gegn flens­unni var gefið út. Hún seg­ir að upp­lýs­ing­ar CDC bygg­ist á spá sem er ekki al­veg ör­uggt að gangi eft­ir.

Hún bæt­ir við að eng­ar sér­stak­ar viðvar­an­ir hafi borist frá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO) og frá Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu (ECDC). „Þeir eru ekki að dreifa nein­um póst­um um þetta en Banda­ríkja­menn eru af ein­hverri ástæðu að lyfta þessu upp og benda á þetta,“ seg­ir Guðrún.

Bólu­efnið gæti virkað verr

„Það sem gæti gerst er að bólu­efnið virki svo­lítið verr. Bólu­efnið er ekki 100%. Það sem ég les úr þessu er að veir­an hafi farið aðeins meira frá bólu­efn­inu, en bólu­efnið hef­ur samt áhrif. Þeir mæla með því að fólk bólu­setji sig samt sem áður af því að þá get­ur maður fengið mild­ari veiki,“ seg­ir Guðrún. 

Hún bend­ir á að tveir stofn­ar in­flú­ensu­veirunn­ar séu aðallega í dreif­ingu á ári hverju, þ.e. H1N1, sem var m.a. ráðandi á Íslandi í fyrra, og H3N2, sem hafi verið í um­ferð í marga ára­tugi.

Hún tek­ur fram að þeir sem séu í mestri áhættu séu eldri borg­ar­ar og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. „Við erum að bólu­setja og hvetj­um fólk til að mæta í bólu­setn­ingu,“ seg­ir Guðrún.

Upp­lýs­ing­ar um in­flú­ensu á vef land­lækn­is

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert