Byggir glæsiíbúðir við Norðurstíg

Norðurstígur 5. Fyrirhugað fjölbýlishús mun fylla upp í götumyndina. Hér …
Norðurstígur 5. Fyrirhugað fjölbýlishús mun fylla upp í götumyndina. Hér er horft til vesturs. Hús Alliance Francaise er til hægri á myndinni. Teikning/THG Arkitektar

Félag í eigu Karls Steingrímssonar fjárfestis, sem er gjarnan kenndur við Pelsinn, hefur sótt um leyfi til að byggja fjögurra hæða steinsteypt hús á Norðurstíg 5 í Reykjavík.

Á lóðinni stendur nú lítil skemma sem verður rifin. Fyrirhugað fjölbýlishús mun rísa suður af húsi Alliance Francaise, sem er áberandi bygging á horni Tryggvagötu og Norðurstígs sem fyrirtæki í eigu Karls endurbyggði í sem næst upprunalegri mynd.

Fjölbýlishúsið verður steinsteypt og með fimm íbúðum. Það verður með innbyggðum tveggja stæða bílskúr. Með framkvæmdinni hefst þétting byggðar á reit sem er á eftirsóttum stað við Reykjavíkurhöfn. A 16 fasteignafélag ehf., sem er í 100% eigu Karls, hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi á Norðurstíg 5 hjá byggingarfulltrúa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert