Eldsneytisgjaldið lækkar miðaverð

mbl.is/Sigurður Bogi

Lækkað heimsmarkaðsverð á olíu hefur leitt til þess að eldsneytisgjöld hafa lækkað. Eldsneytisgjöld eru hluti af verði flugmiða, og leiðir því lækkunin til lækkaðs miðaverðs. 

Á vefnum Túristi.is er rætt við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair og segir hann að eldsneytisgjöld séu stöðugt til skoðunar hjá félaginu, og verði lækkun á eldsneytisverði, skili það sér í miðaverðið.

Nú hefur það gerst því eldsneytisgjaldið hefur nú lækkað úr 9.200 kr. í 7.900 kr. ef flogið er til Evrópu og úr 16.400. kr. í 13.900 kr. ef flogið er til Norður-Ameríku. Skilar þetta sér í lægra miðaverði hjá Icelandair að sögn Túristi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert