„Fundum allt í einu brunalykt“

Strætisvagninn stöðvaði við verslun Pfaff á Grensásvegi.
Strætisvagninn stöðvaði við verslun Pfaff á Grensásvegi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við vorum fjögur sem sátum þarna aftast í vagninum og fundum allt í einu brunalykt. Það fóru allir svona að horfa hver á annan en ég fór til bílstjórans og benti honum á að það væri brunalykt í vagninum,“ segir Nína Margrét Magnúsdóttir, sem var farþegi í strætisvagni sem kviknaði í við Grensásveg í morgun. 

„Bílstjórinn stoppaði á næstu strætóstöð og kannaði málið. Við biðum þó í vagninum í smástund en fórum út á endanum,“ segir Nína. „Við sáum bara meiri og meiri reyk og það var mikil lykt.“

Nína segir að slökkviliðið hafi verið snöggt á staðinn. „Ég gekk reyndar fljótlega í burtu, mér leist ekkert á þetta.“

Mikinn reyk lagði frá vagninum.
Mikinn reyk lagði frá vagninum.
Ljósmynd/Rósa Jóhannesdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert