Þannig týnist tíminn er óskalag þjóðarinnar

Friðrik Ómar flytur lagið Söknuður eftir Jóhann Helgason og Vilhjálm …
Friðrik Ómar flytur lagið Söknuður eftir Jóhann Helgason og Vilhjálm Vilhjálmsson í þættinum í kvöld. Skjáskot/Rúv

Í haust hefur verið leitað logandi ljósi að hinu eina sanna óskalagi þjóðarinnar í samnefndum þáttum á Rúv. Í kvöld fór fram úrslitaþátturinn þar sem lagið Þannig týnist tíminn hlaut hinn glæsilega titil óskalag þjóðarinnar. Lagið er eftir Bjartmar Guðlaugsson.

Í öðru sæti varð lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson og Sigurð Nordal. 

Í þriðja sæti varð lagið Söknuður eftir Jóhann Helgason og Vilhjálm Vilhjálmsson

Í hverjum þætti í haust var tekið fyrir tíu ára tímabil og besta lag tímabilsins fundið með kosningu. Sigurvegarar hvers þáttar mættust svo í kvöld þar sem finna átti sigurvegarann. Þau lög sem sigruðu á sínu tímabili voru:

  • 1944-1953 Sjómannavalsinn (Svavar Benediktsson/Kristján frá Djúpalæk)
  • 1954-1963 Við gengum tvö (Friðrik Jónsson/Valdimar Hólm Hallstað)
  • 1964-1973 Bláu augun þín (Gunnar Þórðarson/Ólafur Gaukur)
  • 1974-1983 Söknuður (Jóhann Helgason/Vilhjálmur Vilhjálmsson)
  • 1984-1993 Draumur um Nínu (Eyjólfur Kristjánsson)
  • 1994-2003 Ást (Magnús Þór Sigmundsson/Sigurður Nordal)
  • 2004-2014 Þannig týnist tíminn (Bjartmar Guðlaugsson)
Skjáskot/Rúv
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert