Svona dimmir með breyttri klukku

00:00
00:00

Hverju myndi það breyta að seinka klukk­unni um klukku­stund þegar skamm­degið hell­ist yfir lands­menn? Spurn­ing­in brenn­ur á mörg­um þar sem ýmis lýðheilsu­leg vanda­mál eru rak­in til þess að dags­birt­an sé of seint á ferðinni yfir vetr­ar­tím­ann.

Fyr­ir viku sýnd­um við hvernig morgn­arn­ir myndu líta út með seink­un klukk­unn­ar um eina klukku­stund eins og gert er ráð fyr­ir í þings­álykt­un­ar­til­lögu sem þing­menn allra flokka nema Vinstri grænna hafa lagt fram á þingi.

Yrði klukk­unni seinkað myndi þó húma fyrr eins og t.a.m. dr. Þor­steinn Sæ­munds­son hef­ur bent á sem kæmi þá t.d. niður á úti­vist í dags­birtu að vinnu lok­inni hjá mörg­um.

Á mynd­skeiðinu sést þegar rökkrið fær­ist yfir borg­ina um fjög­ur­leytið á miðviku­dag.

Hér má sjá yf­ir­lit yfir sól­ar­gang á vef Veður­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert