Þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkti að senda frumvarp um náttúrupassa til þinglegrar meðferðar þótt skoðanir væru skiptar um málið.
Þingflokksfundir verða haldnir í dag og stendur til að þingflokkur Framsóknarflokksins afgreiði málið til þinglegrar meðferðar. Þá verður ekkert því til fyrirstöðu að leggja frumvarpið fram á Alþingi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, að skiptar skoðanir væru í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um málið.