Getur sigið og risið eftir sjávarstöðu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er hannað til að geta staðist …
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er hannað til að geta staðist áhrif af sjávarstöðu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er reiknað með því að Harpa eins og önnur hús sem standa á fyllingu úti í sjó sígi og lyfti sér örlítið eftir sjávarstöðu (virkar svona eins og gormur).“

Þetta kemur m.a. fram í svari Halldórs Guðmundssonar, forstjóra Hörpu, við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort tónlistarhúsið sé eitthvað farið að síga, eins og blaðið fékk ábendingar um.

Halldór hefur það eftir verkfræðingi hússins að fyllingin undir Hörpu hafi staðist öll tilskilin próf. „Harpa sjálf er mjög stíft hús og þessar hreyfingar skaða hana ekki. Það er ekki neitt sem bendir til þess að hún sé að síga umfram það sem eðlilegt er en ef svo væri ættu að sjást ummerki þess, sem við höfum ekki orðið vör við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert