Nokkuð er um að fólk falsi strætómiða til að láta á það reyna að komast ferða sinna frítt. Hafa vagnstjórar orðið varir við þetta, meðal annars þegar miði sem settur er í baukinn er aðeins merktur á annarri hliðinni.
„Þetta eru fyrst og fremst krakkar að svindla sér í strætó,“ segir Ástríður Þórðardóttir, sitjandi framkvæmdastjóri Strætó bs.
Í Morgunblaðinu í dag segir hún þetta ekki mikið vandamál, en vissulega komi þetta upp annað slagið.