Útsöluverð á bensíni lækkaði almennt um 3 krónur í gær. Það hefur lækkað um 33 krónur eða 15% frá því verðið fór hæst í sumar.
Orkan og Skeljungur riðu á vaðið í gær og lækkuðu verð á bensíni um þrjár krónur. Sjálfsafgreiðsluverð hjá Orkunni lækkaði úr 220,50 kr. í 217,50 kr. lítrinn. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið og hin félögin síðdegis.
Verðlækkunin er vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Framboð er umfram eftirspurn. Er þetta framhald þróunar sem verið hefur undanfarna mánuði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.