Umræðuþátturinn Hringborðið var á dagskrá Ríkisútvarpsins eftir tíufréttir í gærkvöldi. Þátturinn vakti nokkra athygli, ekki síst á samfélagsmiðlinum Twitter.
Logi Bergmann lýsti aðstæðum nokkuð vel:
Upphaf hringborðsins er eins og maður hafi gengið inní rifrildri eldri hjóna með stálpuðum syni þeirra. #hringborðið pic.twitter.com/1a6kDm3E3d
— Logi Bergmann (@logibergmann) December 9, 2014
Er ég eini maðurinn sem hafði gaman af Hringborðinu? #hringborðið
— Björn Jón Bragason (@BjBragason) December 9, 2014
Eiður Svanberg Guðnason hafði þetta um þáttinn að segja á vefsíðu sinni: „[Þ]etta á eftir að slípast og í rauninni hefði þátturinn mátt vera aðeins lengri, þegar samtalið var loksins orðið samtal. Góð tilbreyting í dagskránni, en helsta gagnrýnin á þáttinn fyrir fram var að stjórnendur væru of gamlir! Það kom hreint ekki að sök. Reynsla og minni á sögulegt samhengi skiptir nefnilega máli líka, – að muna lengra til baka en til dagsins í gær eða ársins í fyrra. Fróðlegt verður að sjá næsta þátt í byrjun nýs árs.“ Einmitt það já.
Viktor Hrafn vill fá eitthvað betra fyrir nefskattinn sinn:
Hvernig RÚV getur talið sig eiga heimtu á meira skattfé þegar þetta er á boðstólum er gjörsamlega beyond me. #Hringborðið
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) December 9, 2014
Hallgrímur Oddsson útdeildi fimmaurabrandörum:
Slakið aðeins á með að gagnrýna #hringborðið. Þættirnir eiga eftir að eldast vel. #búrúmptsjii
— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) December 9, 2014
Þórarinn Hjálmarsson telur nokkuð ljóst að þáttastjórnendur muni eftir krossferðunum í kringum 1100:
Riddarar Hringborðsins hefði verið betri titill, svo eiga þáttastjórnendur sameiginlegt að muna eftir krossferðunum #hringborðið #RÚV
— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) December 8, 2014
Magnús Eyjólfsson bjóst við meiri fortíðarþrumum í auglýsingahléinu:
Í auglýsingahléi: Mikligarður auglýsir jólasteikina, ný leikföng í Liverpool og Esso auglýsir bensínlítrann á 15 krónur. #Hringborðið
— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) December 8, 2014
Stefán Óli Jónsson er greinilega með mjög brothætta geðheilsu:
Það eina sem er brothættara en geðheilsan mín í þessari prófatörn eru mjaðmirnar í #hringborðið
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) December 8, 2014
Myndir segja oft meira en þúsund tíst:
#hringborðið pic.twitter.com/JntdPXYsP3
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 8, 2014
#hringborðið #RÚV pic.twitter.com/KVZsVMYMJa
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 8, 2014
Áslaug Arna vill greinilega tvítuga þáttastjórnendur:
Samanlagður aldur þáttastjórnenda er 207 ár, en mætti vera svona helmingi lægri #hringborðið
— Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) December 8, 2014
Katrín Atladóttir tekur undir með Viktori Hrafni. Money well spent, RÚV:
ef við hefðum ekki ríkisrekið sjónvarp þá fengjum við aldrei að sjá frábæra og ferska þætti eins og #hringborðið - money well spent
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 8, 2014
Loksins búið að endurvekja Maður er nefndur.
Vonaðist eftir einhverju í ætt við sænska Debatt http://t.co/19SJxCLcgH en fékk „Maður er nefndur“ #hringborðið
— Hermann Gudmundsson (@hermanngudmunds) December 8, 2014
Athyglisverð kenning hjá þessum athyglisverða tístara:
Ætli Magnús Geir sé Ron Swanson Íslands? Frjálshyggjumaður sem ætlar að eyðileggja stofnunina innan frá? #ruv #hringborðið #RonSwanson
— Beikonkisur (@Beikonkisur) November 19, 2014