Krefst afsökunar frá RÚV

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, segir að fréttastofa RÚV hafi ranglega sakað hann um blekkingar.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag vísar hann til fréttar RÚV frá því á föstudag þar sem sagt er að orð Guðlaugs um að útvarpsgjald hafi runnið óskert til stofnunarinnar séu röng.

Í því sambandi vísar Guðlaugur til bréfs Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur, ráðherra VG, frá árinu 2011 til stjórnar RÚV. Krefst hann leiðréttingar og afsökunarbeiðni frá fréttastofunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert