Lyftu fyrstu hraunhellunni

Hér má sjá þau Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, …
Hér má sjá þau Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Edvard Júlíusson, varaformaður stjórnar Bláa Lónsins og Grím Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins Ljósmynd/Bláa lónið

Í tilefni af upphafi framkvæmda vegna stækkunar upplifunarsvæðis og byggingar nýs hótels Bláa Lónsins var fyrstu hraunhellunni lyft við sérstaka athöfn í dag. Edvard Júlíusson, varaformaður stjórnar Bláa Lónsins, lyfti hraunhellunni ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Nýtt upplifunarsvæði verður byggt inn í hraunið vestur af núverandi lóni, og mun svæðið tengja núverandi lón og lúxushótel. Í hótelinu er gert ráð fyrir 60 herbergjum, veitingastað og fjölnota fundarsal. 

Heildarkostnaður vegna framkvæmdarinnar nemur 6 milljörðum króna. Mannvirki Bláa Lónsins munu tvöfaldast að stærð. Heildarstækkun á núverandi- og nýju upplifunarsvæði ásamt hóteli  nemur um 10.000 fm.  Á framkvæmdatíma sem áætlað er að verði tvö ár munu 150 starfsmenn starfa við verkefnið.  

Gert er ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við stækkun upplifunarsvæðis Bláa Lónsins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert