„Það er alveg ljóst að stjórnvöld eru ekki að hjálpa til við komandi kjaraviðræður ef þetta verður að veruleika og gæti valdið umtalsverðum vanda og gert deilurnar erfiðari viðfangs en ella.“
Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Morgunblaðinu í dag. Hann segir svigrúm fyrirtækja lítið í komandi kjaraviðræðum.
„Sá niðurskurður sem stjórnvöld áforma á sameiginlegum verkefnum aðila vinnumarkaðarins á borð við VIRK, jöfnun örorkubyrðarinnar og styttingu atvinnuleysisbótatímabilsins hefur valdið mikilli ólgu meðal aðila vinnumarkaðar,“ segir hann.