Niðurskurðurinn veldur ólgu og setur strik í reikninginn

Jólaverslunin fer vaxandi þessa dagana en vísbendingar um hægan vöxt …
Jólaverslunin fer vaxandi þessa dagana en vísbendingar um hægan vöxt einkaneyslu valda áhyggjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er al­veg ljóst að stjórn­völd eru ekki að hjálpa til við kom­andi kjaraviðræður ef þetta verður að veru­leika og gæti valdið um­tals­verðum vanda og gert deil­urn­ar erfiðari viðfangs en ella.“

Þetta seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir svig­rúm fyr­ir­tækja lítið í kom­andi kjaraviðræðum. 

„Sá niður­skurður sem stjórn­völd áforma á sam­eig­in­leg­um verk­efn­um aðila vinnu­markaðar­ins á borð við VIRK, jöfn­un ör­orku­byrðar­inn­ar og stytt­ingu at­vinnu­leys­is­bóta­tíma­bils­ins hef­ur valdið mik­illi ólgu meðal aðila vinnu­markaðar,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert