Ráðnir verða „náttúruverðir“

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti frumvarp um náttúrupassa í morgun.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti frumvarp um náttúrupassa í morgun. mbl.is/Kristinn

Gert er ráð fyr­ir að tekj­ur af nátt­úrupassa verði 4,5-5,2 millj­arðar króna fyrstu þrjú árin en stefnt er að því að lög um hann taki gildi 1. sept­em­ber á næsta ári. Nátt­úrupass­inn mun kosta 1.500 krón­ur og gilda í þrjú ár. Yngri en 18 ára munu hins veg­ar ekki þurfa slík­an passa.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi í morg­un þar sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti frum­varp til laga um nátt­úrupassa. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður um­sjón eft­ir­lits með nátt­úrupass­an­um í hönd­um Ferðamála­stofu sem fær heim­ild­ir til þess að sekta þá ein­stak­linga um 15 þúsund krón­ur sem ekki hafa greitt gjald fyr­ir pass­ann. Sér­stak­ir „nátt­úru­verðir“ munu sjá um eft­ir­litið. Eng­in gjald­hlið verða hins veg­ar held­ur mun eft­ir­litið byggj­ast á stikkpruf­um. Gert er ráð fyr­ir að ráðnir verði um 10 manns til þess að sinna þeim störf­um.

Nátt­úrupass­inn mun gilda á ferðamanna­stöðum í eigu og um­sjá op­in­berra aðila. Bæði rík­is og sveit­ar­fé­laga. Auk þess verður einkaaðilum boðið að ger­ast aðilar að hon­um. Ein gjald­skrá verður fyr­ir Íslend­inga og er­lenda rík­is­borg­ara þar sem mis­mun­un á grund­velli þjóðern­is er óheim­il sam­kvæmt EES-samn­ingn­um sem Ísland á aðild að. Ragn­heiður sagði að leitað hefði verið allra leiða til að Íslend­ing­ar þyrftu ekki að greiða gjaldið. Það hefði ekki verið mögu­legt og því verið reynt að lág­marka hlut­fall þeirra í þeim efn­un.

10-15% tekj­anna komi frá Íslend­ing­um

Gert er ráð fyr­ir að að 10-15% af heild­ar­tekj­um vegna nátt­úrupass­ans komi frá Íslend­ing­um. Ef farn­ar væru aðrar leiðir, líkt og hækk­un gistinátta­gjalds eða álagn­ing komu­gjalds, yrði það hlut­fall mun og jafn­vel miklu hærra að mati at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. 

Sala nátt­úrupass­ans mun fara fram á net­inu og miðar all­ur und­ir­bún­ing­ur að því að sögn ráðherra að mjög auðvelt og fyr­ir­hafn­ar­lítið verði að ganga frá kaup­um á hon­um. Enn­frem­ur verður mögu­legt að kaupa pass­ann í sjálfsala á Kefla­vík­ur­flug­velli og nokkr­um fjöl­sótt­um ferðamanna­stöðum. Hægt verður til að mynda að kaupa pass­ann sam­hliða frá­gangi á skatt­fram­tali.

Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða mun hafa um­sjón með út­deil­ingu fjár­muna og er gert ráð fyr­ir að 82,5% af tekj­um hans verði varið til upp­bygg­ing­ar og viðhalds ferðamannastaða sem eiga aðild að nátt­úrupassa. Við þá út­hlut­un skal taka mið af verk­efna­áætl­un sem unn­in er á grund­velli laga um landsáætl­un um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir ferðamenn.

Enn­frem­ur er gert ráð fyr­ir að 10% af tekj­um Fram­kvæmda­sjóðsins renni til fram­kvæmda á ferðamanna­stöðum sem ekki eiga aðild að nátt­úrupassa gegn 50% mót­fram­lagi eig­enda. Þá verða 7,5% eyrna­merkt mál­efn­um tengd­um ör­yggi ferðamanna. 3,5% að há­marki skal varið til um­sýslu nátt­úrupass­ans.

Frétt mbl.is: Hræðist ekki umræðuna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert