Sjáðu fárviðrið „í beinni“

Lægðin fikrar sig nær landinu.
Lægðin fikrar sig nær landinu. Skjáskot af nullschool.net

Fárviðri eða ofsaveðri er spáð á norðanverðum Vestfjörðum. Hægt er að fylgjast með lægðinni sem veldur þessum veðurofsa „í beinni“.

Búist er við að veður versni mikið á milli kl. 14 og 15 á Hornströndum og við Ísafjarðardjúp, þar með talið á þéttbýliskjörnum í Djúpinu.

Á kort­i á vefsíðunni www.nullschool.net er sýnt með mynd­ræn­um hætti hvernig lægðin fær­ist yfir landið.  Athugið að gott getur verið að endurhlaða síðunni annað slagið til að sjá breytingu á staðsetningu lægðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert