Búið að loka Þrengslunum líka

Hellisheiðin og Þrengslin eru lokuð og lokað er líka undir Hafnarfjalli. Varað er við miklu hvassviðri og mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut og Suðurnesjum og er fólk hvatt til að aka mjög varlega og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Ábendingar frá veðurfræðingi

Vaxandi veðurhæð er á Norðurlandi fram undir hádegi og víða 18-23 m/s yfir miðjan daginn.  Ofankoma, skafrenningur og víðast mjög lítið skyggni. Skafrenningur meira og minna í allan dag sunnan- og suðvestanlands og reiknað er með hviðum 30-35 m/s á Kjalarnesi fram yfir hádegi. Á Vestfjörðum og við Breiðafjörð gengur vindur hins vegar hægt og bítandi niður.

Snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð

Varað er við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa. Stórhríð og snjóþekja er á Kjalarnesi. Óveður er á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er hálka, þæfingur og stórhríð. Ófært er á Fróðárheiði, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði og í Svínadal.

Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu en stórhríð er á Vestfjörðum, flestir vegir ófærir og nær hvergi ferðaveður.

Á Norðvesturlandi er versnandi veður, þar er komin stórhríð, hálka og éljagangur og lítið ferðaveður. Ófært og stórhríð er á Þveráfjalli.

Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur. Hálka er á Austurlandi en snjóþekja og éljagangur er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert