Frumvarpið afgreitt til þriðju umræðu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er alveg skýr. Það er að styðja innviðauppbyggingu í landinu og auka við tryggingu í velferðarkerfinu á sama tíma og menn reka hér ábyrg ríkisfjármál og fjárlagafrumvarpið fer hér um þingið hallalaust sem er gríðarlega mikilvægt og skuldahlutfölklin halda áfram að batna.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag áður en greidd voru atkvæði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar eftir aðra umræðu. Frumvarpið var samþykkt með 35 atkvæðum en 21 sat hjá. 7 voru fjarverandi. Frumvarpið fer næst til fjárlaganefndar og í kjölfarið til þriðju umræðu.

Alls voru 124 atkvæðagreiðslur haldnar um málið á þingi í dag, en mikill fjöldi breytingartillaga var lagður fram. Atkvæðagreiðslurnar hófust kl. 15.55 og lauk ekki fyrr en kl. 21.51.

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna tóku einnig til máls fyrir atkvæðagreiðsluna og gagnrýndu forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og einstakar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Meðal annars væri vegið að Ríkisútvarpinu, byrðar færðar yfir á þá sem minna hefðu á milli handanna og grafið undan grunnstoðum samfélagsins. Ennfremur var gagnrýnt að álögur á sjávarútveginn væru ekki auknar og til að fjármagna aukin framlög til velferðarkerfisins.

Umræður voru hvað líflegastar þegar rætt var um breytingartillögur er vörðuðu RÚV og sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, m.a. að með fjárlögunum væri handjárnum komið á stofnunina. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli, en stjórnarliðar kölluðu málflutning þeirra ítrekað þvætting.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert