Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að tæplega 358 milljóna kr. fjárhæð verði bætt við ófyrirséð útgjöld sjö ríkisstofnana vegna kostnaðar af eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls.
Leggur nefndarmeirihlutinn til í breytingartillögu við fjáraukalagafrumvarpið 2014 fyrir 3. umræðu að þessi fjárhæð verði tekin af lið fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir ófyrirséð útgjöld.
„Millifærslurnar koma til viðbótar 329 millj. kr. sem samþykktar voru við 2. umræðu. Þá eru heildargjöld vegna eldsumbrotanna komin í 686,8 millj. kr. á yfirstandandi ári,“ segir í nefndaráliti meirihlutans.