Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju

Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi  Vinstri grænna, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Skóla- og frístundaráðs segir vekur athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku á Facebook-síðu sinni.

„Það er algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum,“ spyr Líf í færslu á síðunni.

Hún birtir einnig auglýsingu þar sem kemur fram að prestur kirkjunnar, Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju í heimsókninni, nemendur þriðja bekkjar muni sýna helgileik og sungi verði jólalög.

Vakin er athygli á því í tilkynningunni að kennarar sjá um „skemmtilega stund í skólanum fyrir þá sem ekki fara í kirkjuna“ og eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef börn þeirra fara ekki í kirkju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka