Mun færri bóka sig í aðgerðir

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut mbl.is/Ómar

492 skurðaðgerðum hefur verið frestað á Landspítalanum síðan að verkfallsaðgerðir lækna og skurðlækna hófust. Jafnframt hafa 2300 komum á dag- og göngudeildum verið frestað. Í vikunni féllu niður 400 myndgreiningar þegar að læknar við rannsóknarsvið spítalans voru í verkfalli.

Í hverri verkfallslotu á sviðinu fellur niður svipað magn af myndgreiningum og þar sem þetta er þriðja lotan má gera ráð fyrir því að 1200 myndgreiningar hafi fallið niður. Við þessar tölur bætast síðan við aflýstar aðgerðir og komur dagsins í dag og á morgun en nú stendur yfir verkfall lækna á flæðissviði, lyflækningasviði, geðsviði og skurðlækningasviði spítalans.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa verkfallsaðgerðir lækna orðið til þess að mun færri bóka sig í aðgerðir en venjulega. Til að mynda voru bókanir í aðgerðir í gær, 9. desember, 33 % færri en á sambærilegum degi síðastliðin tvö ár.

9. desember í fyrra voru bókaðar 73 aðgerðir en aðeins 22 í ár. Jafnframt voru aðeins sex aðgerðir bókaðar á spítalanum síðasta mánudag en 58 á sama degi í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert