Samstöðufundi um RÚV frestað

Samstöðufundi um RÚV var frestað til föstudags vegna veðurs.
Samstöðufundi um RÚV var frestað til föstudags vegna veðurs. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samstöðufundi um RÚV, sem fara átti fram á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs. Boðað hefur verið til annars fundar kl. 17 á föstudag, 12. desember.

Tilkynnt var um frestunina á Facebook-síðu um fundinn, en þar voru áhugasamir hvattir til að mæta á þingpalla í dag, þar sem yfir stendur atkvæðagreiðsla um breytingartillögur varðandi fjárlagafrumvarpið 2015.

Fjöldi listamanna hafði staðfest komu sína á fundinn, þeirra á meðal Ragnheiður Gröndal, Helgi Björnsson, Jónas Sig, Björn Jörundur, Stuðmenn, Svavar Knútur, Ómar Guðjónsson, Benedikt Erlingsson og Stefán Hilmarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert