„Beinlínis samdráttur“ í efnahagslífinu

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hlýtur að vekja margar spurningar og hlýtur að vera núverandi ríkisstjórn áhyggjuefni um á hvaða braut hún er þegar hún sér tölur sem eru svona langt undir væntingum og langt undir spám þessa árs. Við sjáum tvo ársfjórðunga, þann fyrsta og þriðja, þar sem er beinlínis samdráttur í íslensku efnahagslífi.“

Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag þar sem hún gerði að umtalsefni sínu nýjar bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands um hagvöxt hér á landi. Í þeim mætti sjá að blikur væru á lofti í íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórnin þyrfti að staldra við og velta fyrir sér þeirri óvissu og ófriði sem hún væri að skapa með ákvörðunartöku sinni og gerðum. Ófriður væri á vinnumarkaði og óvissa í efnahagsmálum, varðandi peningastefnuna og um allt samfélagið.

„Við sjáum líka gríðarlega óvissu hvað varðar velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið sem núna er í gríðarlegu uppnámi þar sem menn geta ekki svarað einföldum spurningum um hvort þeir ætli að verða við því ákalli að byggður verði upp húsakostur spítalans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert