Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á að reglur um skemmtanahald séu í fullu gildi yfir jólahátíða. Allt skemmtanahald er bannað frá kl. 18. á aðfangadegi jóla. Á jóladag er allt skemmtanahald bannað til kl. 06:00 að morgni 26. desember.
Lögreglan vill undirstrika að áfengisveitingar séu háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á.
Lesa má nánar um opnunartíma og áfengisveitingar hér að neðan.
24. des. Allt skemmtanahald bannað frá: kl. 18:00
25. des. Allt skemmtanahald bannað til kl. 06:00 að morgni 26. desember.
26. des. Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eins og um helgi væri að ræða) aðfaranótt 27. desember en þó ekki lengur en til kl. 03:00 sbr. málsmeðferðarreglur borgarráðs.
31. des. Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eins og um helgi væri að ræða).
1. jan. Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eins og um helgi væri að ræða) aðfaranótt 2. janúar en þó ekki lengur en til kl. 03:00 sbr. málsmeðferðarreglur borgarráðs.
Ath. Samkvæmt 6. gr. málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitingastaði og gististaði frá 23.08.2012 er þeim veitingastöðum í Reykjavík sem leyfi hafa til áfengisveitinga, heimilt að veita áfengi aðfaranætur 27. desember og 2. janúar sem um aðfaranætur laugardaga, sunnudaga eða almennra frídaga væri að ræða. Lengst má þó veita áfengi til kl. 03:00.