Mokstur gengur hægt á Akureyri

Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Snjómokstur gengur hægt á Akureyri og biður Jón Hansen, vaktstjóri hjá Akureyrarbæ, fólk um að fara varlega og taka lífinu með ró. Skólahaldi hefur verið aflýst í öllum grunnskólum bæjarins. 

Hann segir að unnið sé að því að opna aðalgötur bæjarins. Í framhaldinu verði tengigötur ruddar og húsagötur verði skoðaðar eftir það. Þeir sem sitji fastir í húsagötum komist hins vegar ekki neitt. 

Að sögn Jóns hefur bæði snjóað töluvert og eins hafi verið hvasst og því fokið í skafla. Það er hinsvegar farið að lægja og veðrið mun skaplegra en áður.

Strætisvagnar eru að hefja akstur á Akureyri en engar gönguleiðir eru færar. Að sögn Jóns getur verið stórvarasamt að ganga í hjólförum, en eins og staðan er í augnablikinu þá er það eina færa leiðin fyrir gangandi fólk.

Að sögn Jóhannesar Sigfússonar, varðstjóra í lögreglunni á Akureyri, verður ekki hægt að aka allar strætóleiðir innanbæjar fyrr en líður á daginn þar sem ófærðin er víða það mikil. 

Jóhannes segir mjög misjafnt hvernig staðan er. Í einhverjum götum eru skaflarnir metersháir á meðan í öðrum götum eru þeir vart mælanlegir. 

Það sem af er morgni hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn staðið í ströngu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu en áfram verður unnið að því að aðstoða fólk sem lendir í erfiðleikum. Miklu skipti hins vegar að fólk fari ekki af stað út í ófærðina því fastir bílar tefja allt hreinsunarstarf.

Búið er að aflýsa skólahaldi í Giljaskóla og Oddeyrarskóla í dag vegna ófærðarinnar. Skólahaldi hefur verið frestað fram eftir degi í Naustaskóla. Engin kennsla verður í Þelamerkurskóla í dag vegna ófærðar.

Uppfært klukkan 8:30 

Samkvæmt Facebooksíðu Akureyrarbæjar hefur öllu skólahaldi í grunnskólum verið aflýst í bænum í dag vegna ófærðar.

Lokað er á milli Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ófært er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð.  Á Eyjafjarðarsvæðinu er þæfingsfærð og snjókoma en austan við Víkurskarð er einnig þæfingsfærð og éljagangur.

Frá Akureyri í gær
Frá Akureyri í gær Ljósmynd Kata Lewicka
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, …
Það er vetrarlegt um að litast á Akureyri í dag, 11. desember 2014 mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert