Staðgreiðslutekjur sveitarfélaga landsins aukast um 10 til 11 milljarða króna á þessu ári, verða líklega á bilinu 151 til 152 milljarðar króna.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að launatekjur fólks hafi aukist, þar sem dregið hafi úr atvinnuleysi.
Sömuleiðis hafi nýir kjarasamningar mikið að segja. Hann segir að þetta ár verði líklega í „þokkalegu jafnvægi“ hjá sveitarfélögunum.