Tveir erfiðir kostir í stöðunni

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þessi erfiða staða finnst mér vera tilefni til þess að áður en við förum í þinghlé efnum til fundar formanna flokkanna til þess að ræða það með hvaða hætti hið opinbera og Alþingi getur beitt sér í þessu og hugsanlega þarf að taka þetta út úr hefðbundnum farvegi.“

Þetta sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag um kjaradeilu lækna. Áhyggjur af henni færu vaxandi og þar á meðal hjá þingmönnum. Þingmenn væru spurðir hvað Alþingi og stjórnvöld ættu að gera. Tók hann undir með þingmönnum sem þætti óþægilegt að gera hlé á störfum þingsins yfir jólin án þess að hafa reynt að ræða hvernig þingmenn og hið opinbera gætu beitt sér. Aðkoma þingmanna væri ekki bein að kjaradeilum en þesi deila væru að mörgu leyti sérstök.

„Við stöndum frammi fyrir tveimur erfiðum kostum. Ef við hækkum laun lækna mjög mikið þá er hætta á því að það verði hér heðfbundið launaskrið, launa- og verðbólguskrið í landinu. Það er þekkt hætta. En hins vegar ef við mætum ekki kröfum lækna þá er einfaldlega staðan sú að þeir eru í alþjóðlegu starfsumhverfi og þeir geta þá farið í stórum stíl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert