Vilja að framlögin verði leiðrétt

Á Akureyri.
Á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) skora á stjórnvöld, og sérstaklega á fjárlaganefnd Alþingis, að leiðrétta framlög til Háskólans á Akureyri. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar samtakanna.

„SATA vill benda á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Að ríkisstjórnin leggi ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu samfélagi.“ Ennfremur segir í stjórnarsáttmálanum: „Að áhersla verði lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir verða teknar á vettvangi um skipulag náms og kennslu.““

Þá vilja samtökin enn fremur benda á að Háskólinn á Akureyri sé mikilvægur, ekki bara vegna beinna tengsla við atvinnulífið, heldur einnig vegna mikilvægra byggðarsjónarmiða sem stjórnvöld hafi sjálf bent á.

„Þess vegna skorar SATA á fjárlaganefnd að taka þessi áform til endurskoðunar og hækka framlagið til Háskólans á Akureyri,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert