Björgunarsveitarmenn hafa frá í sumar lagt fram allt að 10 þúsund vinnustundir vegna ýmissa verkefna sem tengjast eldgosinu í Holuhrauni.
„Þetta er eitt viðamesta verkefni okkar á árinu,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Liðsmenn björgunarsveita segir hann bæði hafa sinnt hefðbundinni aðstoð og fleiri verkefnum, en tímafrekust hafi verið mönnun lokunarpósta á vegum að umbrotasvæðinu. Þar hafi verið varðstaða vikum saman og jafnan tveir menn á vakt.