Leggja til flutning fleiri stofnana

Mynd/Landhelgisgæslan

Rarik fer á Sauðár­krók, Gagna­veit­an á Blönduós og rekst­ur skipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Skaga­fjörð. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­lög­um lands­hluta­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í frétt RÚV um málið.

Í frétt­inni kem­ur fram að kostnaður við þess­ar aðgerðir geti numið hundruðum millj­óna. 

Til­lög­urn­ar voru kynnt­ar á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðdeg­is í gær og sam­kvæmt frétt RÚV féllu þær í grýtt­an jarðveg hjá ráðherr­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Rík­is­stjórn­in samþykkti í maí að skipa sér­staka lands­hluta­nefnd fyr­ir Norður­land vestra til að koma með til­lög­ur um efl­ingu byggðar, fjár­fest­inga og at­vinnu­lífs á svæðinu. Formaður nefnd­ar­inn­ar er Stefán Vagn Stef­áns­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Skagaf­irði. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi og aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra, er einnig starfsmaður nefnd­ar­inn­ar.

Ítar­leg frétt RÚV um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert