Spá 60 m/s í hviðum

Í kvöld hvessir hratt á norðvesturhluta landsins og má gera ráð fyrir norðan 18-25 m/s
og blindhríð á Vestfjörðum og á annesjum nyrst fyrir miðnætti. Sjá veðurvef mbl.is.

Á Suðvestanverðu landinu hvessir í nótt og má þá gera ráð fyrir 18-23 m/s þar í nótt og
hviðum allt að 30-40 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Einnig má búast við mjög takmörkuðu skyggni öllum fjallvegum.

Strax í fyrramálið gerir mjög slæmt veður á austurhluta landsins. Norðvestan 25-32
m/s suðaustantil með hviðum allt að 60 m/s undir Vatnajökli og á Austfjörðum ásamt
ofankomu og skafrenningi, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Færð og aðstæður á vegum

álka er á Hellisheiði, Sandsskeiði og Þrengslum. Hálkublettir og snjóþekja er á Reykjanesi. Hálka er í uppsveitum á Suðurlandi en snjóþekja og snjókoma á flestum öðrum leiðum. Þæfingur og snjóþekja er á Suðurstrandavegi.

Snjóþekja og snjókoma er á Holtavörðuheið, Bröttubrekku og Svínadal einnig á flestum leiðum á Vesturlandi. Snjóþekja og éljagangur er á Vatnaleið og á flestum leiðum á Snæfellsnesi. Ófært er á Fróðárheiði.

Þæfingsfærð og éljagangur er á Kleifarheiði. Þungfært er úr Gufudal í Kollafjörð. Hálka eða snjóþekja er á örum leiðum á Vestfjörðum og mjög víða éljagangur eða snjókoma.
 
Á Norðurlandivestra er hálka og snjóþekja og mikill éljagangur eða snjókoma. Þæfingur og skafrenningur er á Vatnsskarði.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og mikill éljagangur eða snjókoma. Stórhríð og lítið ferðaveður er frá Raufarhöfn um Hófaskarð og Hálsa í Þórshöfn.

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Hálka eða snjóþekja og éljagangur er með suðausturströndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert